UM HLAUPIÐ
Í Austur Ultra er hlaupið um eitt stórkostlegasta og fjölbreytilegasta þversnið af íslenskri náttúru. Frá hálendismelum um grösugan dal óbyggðanna. Eftir litskrúðugum skriðum, hrikalegu jökulsárgljúfri og gróskumiklum birkiskógi.
Þrjár vegalengdir eru í boði, 53 km, 18 km og 9 km. Rásmark allra vegalengda er í Hvannagili. Þangað komast allir bílar og þar er einnig hægt að leggja bílum. Hvannagil er í um 10 mínútna keyrslu af þjóðvegi 1 og koma keppendur sér sjálfir að rásmarkinu.
Drykkjarstöðvar verða við Eskifellsbrú, Kollumúla og í Hvannagili og má sjá frekari upplýsingar um drykkjarstöðvar undir "Hlaupaleiðin". Endamark verður á tjaldstæðinu á Stafafelli og þar verður tónlist og stemning á meðan það er grillað ofan í keppendur.
Tjaldstæði og önnur gisting er á svæðinu en einnig eru margir gistimöguleikar á Höfn sem er í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá mótsstað. Ýmsar upplýsingar má finna á Facebook síðu Austur Ultra og einnig Stafafells.
Afhending hlaupagagna fer fram við rásmark klukkutíma fyrir ræsingu hverrar hlaupaleiðar.
Upplýsingar á mótsdegi, mótstjórn og endamark verður á tjaldstæðinu Stafafelli. Tímataka er í höndum timataka.net og er notast við tímatökubúnað frá MyLaps.
Austur Ultra 53
-
Vegalengd: 53 km
-
Ræsing: 09:00
-
Skráningargjald: 19.900 kr.
-
Skráningu lýkur kl. 15:00 2. ágúst
-
Tímamörk 9 tímar
* Lágmarksskráning 12 manns.
** Innifalið í mótsgjaldi er tímataka, geymsla búnaðartösku við endamark, brautargæsla, matur og drykkir á drykkjarstöðvum, glæsileg þátttökumedalía, matur, drykkir og almenn gleði við endamarkið. Einnig verða veitt verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti karla og kvenna í hverri vegalengd ásamt útdráttarvinningum sem allir eiga möguleika á að vinna.
Austur Ultra 18
-
Vegalengd: 17.7 km
-
Ræsing: 12:30
-
Skráningargjald: 8.900 kr.
-
Skráningu lýkur kl. 15:00 2. ágúst
** Innifalið í mótsgjaldi er tímataka, brautargæsla, matur og drykkir á drykkjarstöðvum, glæsileg þátttökumedalía, matur, drykkir og almenn gleði við endamarkið. Einnig verða veitt vegleg verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti karla og kvenna í hverri vegalengd ásamt útdráttarvinningum sem allir eiga möguleika á að vinna.
Austur Ultra 9
-
Vegalengd: 9 km
-
Ræsing: 13:30
-
Skráningargjald: 5.900 kr.
-
Skráningu lýkur: kl. 15:00 2. ágúst
** Innifalið í mótsgjaldi er tímataka, brautargæsla, glæsileg þátttökumedalía og matur, drykkir og almenn gleði við endamarkið. Einnig verða veitt vegleg verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti karla og kvenna í hverri vegalengd ásamt útdráttarvinningum sem allir eiga möguleika á að vinna.
Skyldubúnaður fyrir 53 km hlaup
-
Fullhlaðinn farsími. Vista skal símanúmer mótsstjóra ásamt 112 og hafa kveikt á símanum á meðan á hlaupi stendur.
-
Plast/gúmmí glas til að drekka úr.
-
Álteppi.
-
Neyðarflauta.
Skilmálar hlaups
Allir þátttakendur samþykkja skilmála hlaupsins við skráningu.
Skilmálar hlaupsins eru eftirfarandi:
-
Ég er í nægilega góðu ástandi bæði líkamlega og andlega til þess að taka þátt í og ljúka Austur Ultra.
-
Ég staðfesti að ég hef áttað mig á erfiðleikastigi Austur Ultra sem liggur um hálendi Íslands þar sem veður getur verið slæmt og færð erfið.
-
Ég uppfylli kröfur um öryggisbúnað og verð með álteppi, flautu og síma með neyðarnúmerinu 112 vistað inn ásamt símanúmeri mótstjóra (á einungis við um 50 km hlaup).
-
Ég skil að hlutverk framkvæmdaaðila og starfsmanna hlaupsins felst ekki í að “bjarga” þátttakendum sem eru illa undirbúnir þjálfunarlega, næringarlega, eða skorta viðeigandi útbúnað. Öryggi hvers hlaupara er á þeirra eigin ábyrgð og þarf að búa yfir færni til að takast á við óvæntar aðstæður.
-
Ég samþykki að fara eftir þeim leiðbeiningum sem starfsmenn hlaupsins leggja til og þigg þá aðstoð sem þeir álíta að þurfi vegna öryggis míns og annarra.
-
Sem þátttakandi í Austur Ultra 2024 afsala ég mér öllum rétti til skaðabóta frá Megin ehf. (framkvæmdaraðili hlaupsins), starfsmönnum og öðrum samstarfsaðilum hlaupsins, vegna meiðsla, veikinda, slysa, eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem ég gæti orðið fyrir í Austur Ultra.
-
Þátttökugjöld í Austur Ultra 2024 fást ekki endurgreidd, nafnabreyting er þó leyfileg og þurfa beiðnir um slíkt að berast á info@austurultra.is.